Þessi síða hefur takmarkaðan stuðning fyrir vafrann þinn. Við mælum með að skipta yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Okkur er annt um umhverfið!

Okkur vænt um umhverfið og reynum eftir fremsta megni að hafa sem minnst verði mikil áhrif á þá þó að það sé með lítil börn. Okkar skoðun er sú að deilihagkerfi sé framtíðin og að leigja vörur, kynningar þær sem eru notaðar á stutta stund, sé ekki aðeins umhverfisvænna heldur þægilegra.


Sagan á bakvið Barnalán

Barnalán er hugmynd sem kviknaði þegar við vinkonurnar vorum saman í fæðingarorlofi að steikja smá!
Við vorum þá lánsamar að eignast börn með aðeins sex mánaða millibili og þar að auki erum við nágrannar.
Við höfðum lengi átt okkur draum um að vinna saman og skapa eitthvað nýtt. Margar hugmyndir höfðu kviknað í gegnum árin og margir grámyglulegir mánudagar verið notaðir til að láta okkur dagdreyma. Hugmyndirnar höfðu þó aldrei orðið að neinu meiru fyrr en núna.

Yfir kleinubakstrinum fórum við að ræða um magnið af hlutum sem við þurftum að kaupa eða fá lánaða eftir að börnin okkar fæddust, hluti sem voru aðeins notaðir í stutta stund. Okkur er báðum annt um umhverfið og mikið í mun að reyna að endurnýta og sporna gegn sóun. Geymslurnar okkar voru yfirfullir af dóti sem við vorum hættir að nota en á sama tíma fannst okkur erfitt og tímafrekt að reyna að selja hluti. Þá ræddum við um hversu þægilegt það væri að geta leigt þessar vörur. Út frá þessum samræðum kviknaði hugmyndin um Barnalán .

LEIGUVÖRUR

Skoðaðu leiguvörurnar okkar:

VÖRUMERKIN OKKAR:

Karfa

Ekki er hægt að kaupa fleiri vörur

Karfan þín er tóm