Hvað er Barnalán?
Barnalán er leigusíða þar sem hægt er að leigja allt það helsta fyrir barnið á hagstæðu verði. Um er að ræða umhverfisvænan kost sem einnig kemur í veg fyrir yfirfullar geymslur og tímafreka endursölu.

Hvernig virkar Barnalán?
Þú byrjar á því að stofna aðgang, því næst velur þú þær vörur sem þú vilt leigja, hversu lengi þú vilt leigja þær og upphafsdagsetningu. Þú borgar strax fyrir fyrsta mánuðinn en eftir það er dregið af kortinu þínu á þeim degi mánaðarins sem þú valdir að hefja leigu.

Pöntun þarf að berast með að minnsta kosti 48 klukkustunda fyrirvara. Þegar við höfum tekið saman pöntunina er hún send til þín. Frí heimsending fylgir þegar verslað er fyrir meira en 5000 kr annars kostar heimsending 1190 kr. Innifalið í heimsendingu er að vara er einnig sótt til þín að leigu lokinni. Hægt að semja um að sækja vörurnar til okkar en þá þarf að hafa samband við okkur og finna tíma sem hentar.

Við bjóðum upp á að vara sé send og sótt heim að dyrum til þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða póstnúmer 101, 102, 103, 104, 105, 107, 108, 109, 110, 111, 112, 113, 200, 201, 203, 210, 220, 221, 225, 270. Fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðis bjóðum við uppá að vara sé send heim, á pósthús eða í póstbox en skila þarf vöru á pósthús að leigu lokinni. Öll sendingargjöld innihalda sendingarkostnað til baka þegar vöru er skilað. Sendingargjald fer eftir búsetu og þyngd vöru.

Er lágmarks leigutími?
Já en hann er mismunandi eftir vörum. Lágmarks leigutími er tilgreindur fyrir neðan hverja vöru. Almenna reglan er sú að ferðavörur eru í skammtímaleigu og aðrar í langtímaleigu.

Þarf að leigja fyrir ákveðna upphæð?
Nei, en þú þarft að leigja fyrir 5000 kr. á mánuði ef þú vilt fá fría heimsendingu. Heimsending kostar annars 1190 kr.

Hvað gerist ef hlutur skemmist eða týnist?
Við vitum að smávægileg óhöpp geta átt sér stað og þá verður slit á vörum við hefðbundna notkun. Ef að hlutir týnast eða eyðileggjast þá skoðum við hvert tilfelli í sameiningu en áskiljum okkur rétt til að rukka fyrir heildarverð vörunnar með tilliti til fyrri notkunar og leigu. Hægt er að lesa nánar um skilmála okkar og hvað flokkast sem hefðbundin notkun og slit hér.

Hvernig skila ég, segi upp?
Þegar leigutími hefst er ákveðinn skilatími og miðað er við að vöru sé skilað þá. Ef þú vilt lengja leigutímann er best að hafa samband við okkur. Ef varan er laus er ekkert mál að lengja leigutímann. Ef þú vilt stytta leigutímann eða hætta við leigu þarf að borga uppgreiðslugjald sem samsvarar helmings leigutímans sem eftir er af samningnum.
Hafir þú hins vegar valið ótakmarkaðan leigutíma, ferðu einfaldlega inn á þinn aðgang og velur að hætta leigu. Í kjölfarið höfum við samband og ákveðum í sameiningu hvenær vörurnar eru sóttar.

Hvar sæki ég og skila vörum?
Vörurnar eru sendar og sóttar heim að dyrum. Við gefum okkur 48 klst til þess að afgreiða hverja pöntun og þegar afgreiðslu er lokið er varan send strax í útkeyrslu. Gert er ráð fyrir því að vörum sé skilað hreinum og þrifnum og í þeim umbúðum sem þær komu í.

Þarf ég að borga aukalega fyrir að láta sækja vörurnar?
Nei, það er innifalið í sendingargjaldinu.

Hvað ef varan sem mig langar að leigja er ekki til eða í útleigu?
Sendu okkur línu ef þig langar að leigja vöru sem við erum ekki með á skrá hjá okkur eða ef varan sem þú vilt leigja er nú þegar í útleigu. Barnalán er lifandi síða og úrvalið síbreytilegt og við erum alltaf opnar fyrir nýjum hugmyndum.

Ertu með fleiri spurningar? Ekki hika við að hafa samband við okkur!

X