LÆRÐU UM FERLIÐ

SPURT OG SVARAÐ

Spurt og svarað

Finnuru ekki svar við þinni spurningu? Endilega hafðu samband.

Leigan

Þú býrð þér til aðgang, velur þér þær vörur sem þú vilt leigja og hversu lengi þú vilt leigja þær. Í greiðsluferlinu velur þú að lokum hvort þú viljir fá heimsent og sótt heim að dyrum eða hvort þú viljir kíkja til okkar að sækja.

Já, við hverja vöru er tekið fram hver lágmarksleigutíminn er. Almenna reglan er sú að ferðavörur eru leigðar til skamms tíma og aðrar vörur eru í langtíma leigu. Öllum er þó frjálst að enda leigu þegar þeim hentar en skuldbinda sig þó að greiða fyrir þann tíma sem var valið.

Við skiljum að smávægileg óhöpp geta átt sér stað sem og venjuleg notkun á vörunni. Ef að hlutir týnast eða eyðileggjast þá skoðum við það í sameiningu en við áskilum okkur þann rétt að rukka fyrir heilarverð vörunnar með tilliti til fyrri notkunar og leigu.

Þegar leigutími hefst er ákveðinn skilatími og miðað er við að vöru sé skilað þá. Ef að þú vilt lengja leigutímann mælum við með að þú hafir samband við okkur og athugir hvort varan sé laus og ef svo er þá er ekkert mál að framlengja. Ef þú vilt stytta tímann eða hætta leigu þarf að borga uppgreiðslugjald sem samsvarar helming af þeirri upphæð leigunnar sem eftir er. Ef þú ert með ótakmarkaða leigu þá hefur þú samband við okkur þegar þú vilt að leigunni ljúki og við græjum það.

Vörurnar eru sendar heim á mánudögum og fimmtudögum á milli kl 17-21. Heimsendingin er innifalin ef leigt er fyrir meira en 8.500 kr. Þegar leigutíma er lokið eru vörurnar sóttar til leigutaka á sama tíma og er það innifalið í heimsendingargjaldi. Ef þú vilt ekki heimsendingu þá getur þú sótt og skilað vörum í 112 Grafarvogi á mánudögum og fimmtudögum á milli kl 17-20. Frekari upplýsingar fylgja með í tölvupósti þegar pöntun hefur borist. Ef þessar tímasendingar henta illa er hægt að hafa samband og við reynum að finna aðra tímasetningu í sameiningu.

Áskriftir

Þú velur þér fyrst áskriftarpakka út frá stærð barnsins. Þar koma upp vörur sem eru í boði fyrir pakkann og þú hakar við þær vörur sem þú vilt fá í áskrift og velur fjölda pakkninga. Pakkinn er svo sendur til þín með Dropp í hverjum mánuði á svipuðum tíma mánaðarins. Þeir sem eru í áskrift fá 10% af bleyjum og fylgihlutum.

Já, inn á aðganginum þínum getur þú stækkað og minnkað pakkann eftir þínum þörfum. 

Þú getur sagt upp áskriftinni inn á aðganginum þínum hvenær sem er. Engin skuldbinding er á áskriftum.

Já, öllum óopnuðum pökkum er hægt að skila og fá endurgreitt. Einnig er hægt að skila til okkar opnuðum pökkum og við lofum að koma þeim áfram til góðs málefnis. Ekki er hægt að fá endurgreitt fyrir opnaða pakka.

Allar bleyjuáskriftir og stakar vörur eru sendar með Dropp. Ef keyptir eru stakir pakkar er hægt að koma til okkar og sækja ef þess er óskað. Hægt er að sækja til okkar í Dalhús 23, 112 Grafarvogi á mánudögum og fimmtudögum á milli kl 16:30-20 eða eftir samkomulagi.

Ertu með fleiri spurninga?

Hafðu samband!

Shopping Cart
Scroll to Top