Spurt og svarað
Finnur þú ekki svar við spurningunni þinni? Ekki hika við að hafa samband við okkur!
Hægt er að fylla út spurningaboxið hér að neðan eða senda tölvupóst á netfangið barnalan@barnalan.is.
LEIGAN
Hvernig virkar leigan?
Þú býrð þér til aðgang, velur þér þær vörur sem þú vilt leigja og hversu lengi þú vilt leigja þær. Í greiðsluferlinu velur þú að lokum hvort þú viljir fá heimsent og sótt heim að dyrum eða hvort þú viljir kíkja til okkar að sækja. Þú greiðir fyrir fyrsta mánuðinn fyrir fram. Eftir það er leigugjald sent í heimabankann þinn í hverjum mánuði á meðan á leigu stendur.
Er lágmarks leigutími?
Já, almenna reglan er sú að ferðavörur eru leigðar til skamms tíma og aðrar vörur eru í langtíma leigu. Öllum er þó frjálst að enda leigu þegar þeim hentar en skuldbinda sig þó að greiða fyrir þann tíma sem var valið.
Hvað gerist ef hlutur skemmist eða týnist?
Við skiljum að smávægileg óhöpp geta átt sér stað sem og venjuleg notkun á vörunni. Ef að hlutir týnast eða eyðileggjast þá skoðum við það í sameiningu en við áskilum okkur þann rétt að rukka fyrir heilarverð vörunnar með tilliti til fyrri notkunar og leigu.
Get ég stytt eða framlengt leigutímann?
Þegar leigutími hefst er ákveðinn skilatími og miðað er við að vöru sé skilað þá. Ef að þú vilt lengja leigutímann mælum við með að þú hafir samband við okkur og athugir hvort varan sé laus og ef svo er þá er ekkert mál að framlengja. Ef þú vilt stytta tímann eða hætta leigu þarf að borga uppgreiðslugjald sem samsvarar helming af þeirri upphæð leigunnar sem eftir er. Ef þú ert með ótakmarkaða leigu þá hefur þú samband við okkur þegar þú vilt að leigunni ljúki og við græjum það.
Hvar og hvenær eru vörur afhentar?
Vörurnar eru sendar heim á mánudögum og fimmtudögum á milli kl 17-21. Heimsendingargjald kostar 1490 kr og innifalið í því gjaldi er að vörur eru sóttar að leigu lokinni. Þegar leigutíma er lokið eru vörurnar sóttar til leigutaka á sama tíma og er það innifalið í heimsendingargjaldi. Ef þú vilt ekki heimsendingu þá getur þú sótt og skilað vörum í 112 Grafarvogi á mánudögum og fimmtudögum á milli kl 17-20. Frekari upplýsingar fylgja með í tölvupósti þegar pöntun hefur borist. Ef þessar tímasendingar henta illa er hægt að hafa samband og við reynum að finna aðra tímasetningu í sameiningu.
ÁSKRIFTIR
Hvernig virka áskriftir?
Þú velur þær vörur sem þú vilt hafa í áskrift. Pakkinn er svo sendur til þín með Dropp í hverjum mánuði á svipuðum tíma mánaðarins. Þeir sem eru í áskrift fá 10% af bleyjum og fylgihlutum.
Get ég breytt áskriftarpakkanum mínum?
Ef þú vilt breyta, stækka eða minnka pakkann er hægt að hafa samband við okkur og við breytum áskriftinni fyrir þig.
Hvernig segi ég upp áskrift?
Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er með því að senda á okkur línu. Engin skuldbinding er á áskriftum.
Get ég skilað vörum ef ég tók allt of stóra áskrift?
Já, öllum óopnuðum pökkum er hægt að skila og fá endurgreitt. Einnig er hægt að skila til okkar opnuðum pökkum og við lofum að koma þeim áfram til góðs málefnis. Ekki er hægt að fá endurgreitt fyrir opnaða pakka.
Hvar og hvenær eru vörur afhentar?
Allar bleyjuáskriftir og stakar vörur eru sendar með Dropp eða Póstinum. Einnig er hægt að koma til okkar og sækja ef þess er óskað. Hægt er að sækja til okkar í Dalhús 23, 112 eftir samkomulagi.